fimmtudagur, 13. janúar 2011

Þegar eitt líf endar, hefst nýtt...

Í dag fór ég í jarðarför hjá Val frænda. Athöfnin var alveg í hans anda þar sem hann var tónlistarmaður mikill. Stofnaði meðal annars „Óðmenn“ (og fékk Shady Owens til liðs við þá áður en hún söng með Hljómum) ásamt því að vera í hljómsveitinni „Lummurnar“. Athöfnin einkenndist af fallegri tónlist, m.a. eftir Bítlana, The Eagles og Rúnna Júll. Jói Helga og Magni fluttu 4 lög á gítar og sungu að sjálfsögðu eins og englar.

Ég vona að Valur sé nú kominn á betri stað og tel það ekki ólíklegt að hann og Rúnni Júll séu nú þegar farnir að semja og spila saman...

-Gunni Þórðar og Lummurnar (Valur er hægra megin fyrir aftan Gunna)-


Hvíl í friði elsku frændi, 

Edda Rós

Engin ummæli: