Dagurinn rann upp-10. janúar 2011. Dagurinn þegar litla systir og kærastinn hennar fluttu til Shanghai til að njóta lífsins og ferðast næstu 3 mánuðina. Eins mikill gleðidagur og þetta var fyrir þau (ásamt smá kveðjustundartárum) var þetta næstum andstæðan hjá mér. Það verður ömurlegt að hafa þau ekki hérna og ofboðslega tómlegt.
En ég meina, hvað eru 3 mánuðir? Tekur enga stund að líða!
Svo er bara að gerast áskrifandi af lottó og kanna kalendarið í skólanum upp á að „skjótast“ í heimsókn. Þetta er nú bara ca 18 klst ferðalag, kökusneið.
En þetta koma þau m.a. til með að sjá næstu 3 mánuði:
Geri ekki ráð fyrir öðru en þau rekist á fullt af svona krúttsprengjum á götum Shanghai...
En kveðjustundin var mjög dramatísk eins og við er að búast:
4 ummæli:
Girl.. fixaðu skólann til og komdu með út! Það yrði svo mikið fjör!
Úhh spennandi tímar hjá henni. Ég trúi nú ekki örðu en hún muni segja þér alla ferðasöguna svo vel að þú þarft ekki annað en að loka augunum og þá ertu bara komin til hennar að upplifa all með henni.
Knús á þig
Þú lítur út fyrir að vera ný vöknuð á þessari mynd...
Knús á þig til baka elsku Helga, vonandi gengur allt vel!
Steri minn, I WISH-sef ekki fyrir bömmer yfir þessari ferð!
Nafnlaus: 1) Komdu fram undir nafni.
2) Ég veit hver þú ert!
Skrifa ummæli