Ég elska góðan mat. Matur sem er góður nýtur sín samt ekki nema hann sé borinn fallega fram. Ætli sé ekki starfsheiti sem er „matarskreytir“? Sá gæti verið í óðaönn að skreyta mat, diska og matarbakka fyrir veislur. Nú ef lítið er að gera í þeim bransanum væri hann örugglega meira en velkominn inn á pizzuveitingastaði og þar fengi hann að njóta sín í að skreyta pizzur. Mundir þú ekki pottþétt vilja vel skreytta pizzu en illa skreytta?
Pizzur eru nefnilega ekki bara pizzur. Því komst ég að þegar ég bjó á Ítalíu. Þessar þykkbotna pizzur sem við Íslendingar erum vanir eru nánast hrein og bein móðgun við hina upprunalegu Napólí Margherita pizzu. Ekki frá því að Raffaele Esposito myndi snúa sér við í gröfinni, sæi hann eina Pizza Hut pizzu. Dio mio!
En eins og fólk er misjafnt, þá er matarsmekkur þess líka misjafn. Hefur þú e-n tímann fundið þann aðila sem borðar og borðar ekki það nákvæmlega sama og þú?
Ekki séns. Ef þú segðir já, þá trúi ég þér ekki.
Ég á til dæmis mjög erfitt með að finna manneskju sem borðar ekki kartöflur (venjulegar-ekki sætar) og hrísgrjón...nema í einstaka tilfellum. Næstum eins og að leita af nál í heystakki-eða frekar að leita af heyi í heystakki. Einmitt!
Ef það er einhver ákveðinn matur (réttur) sem ég þyrfti að velja til að lifa á til framtíðar kæmi þessi hér sterklega til greina. Unaðslega gott á bragðið. Litríkt og fallega borið fram (oftast). Þetta er sem sagt einn frægasti forréttur sem ég kynntist á Ítalíu, matarlandinu sjálfu.
Tómatar
Mozzarella ostur
Basilika
Þessi samsetning er næstum himnesk og ÞÚ ættir að prufa. Ekki á næsta ári heldur í kvöld, helst. Nema að sjálfsögðu þú hafir önnur plön.
Djók. Breyttu þeim bara...You won't regret it.
Til að toppa þennan einfalda rétt er gott að setja smá salt og pipar, sumir setja ólífuolíu og enn aðrir setja smá balsamik. Eina sem ég set er salt og pipar og voilá!
Svona ætti þetta nokkurn veginn að líta út á disknum þínum, þ.e.a.s. ef þú kannt að skera tómatana, mozzarella ostinn, rífa basilikuna og strá saltinu og piparnum rétt!
Buon appetit!
ER
Engin ummæli:
Skrifa ummæli