mánudagur, 18. janúar 2010

Dirtyshoes=Dirtyhome...


Er einhver hér á Íslandi sem fer ekki úr skónum heima hjá sér? Er einhver Íslendingur sem býr í útlöndum sem fer ekki úr skónum við útidyrahurðina?

Af hverju ætli fólk fari ekki úr skónum í innganginum? Nei, það er náttúrulega mun betra að fara inn á skónum, skónum sem þú labbaðir óvart á hundaskít í, skónum sem þú steigst óvart í drullupoll og skónum sem þú kramdir sætu köngulóna á Þingvöllum með. Ekki?

Þetta pirrar mig alltaf jafn mikið þegar ég horfi á bíómyndir (sérstaklega amerískar). En þar fer fólk ekki einungis inn á skónum heldur gerir sér það lítið fyrir og hoppar beinustu leið upp í rúm?! Næææææs...


Kannski eiga kanar bara erfitt með að slíta tengslin við skóna sína, hver veit? Ætli táfýla komi frá USA? Eeeek!

(Myndin er sviðsett og ekki af mínum tásum...þeink god)

Ég las skemmtilega grein um daginn um ný lög í Frakklandi sem hafa það vald að senda menn í fangelsi ef þeir kalla konu feita. Hvað get ég sagt annað en HA HA...kannski ég splæsi meira að segja í þriðja HA-ið! Frábært.

Þarf að fara að vinna í markmiðaáætlun fyrir skólann. Á að finna mér 3-4 markmið sem ég ætla að stefna að. Ég bjóst við að þetta yrði EKKERT mál. Ég meina, ég segi hvern einasta dag: Núna ætla ég að gera hitt og þetta, 300 magaæfingar á dag, 50 armbeygjur, borða 5 ávexti og jaríjaríjar. Gömlu lummurnar aftur og aftur. Þetta eru samt frekar boring markmið þannig ég ætla núna að leggja hausinn í bleyti....

en ekki í kók, þar sem ég ákvað fyrir rúmlega 5 árum að hætta að drekka gos (nema eina kók í gleri um hver jól). Markmið markmið markmið.

Þessi bók er svo komin á óskalistann. The Art of Doing Nothing. Það er einmitt málið. Ég get ekki ekki gert neitt. Skiljiði? Ég get ekki setið kyrr. Mér finnst ég alltaf þurfa að hafa e-ð fyrir stafni...oh well, kannski kennir bókin mér hvernig ég á að tjilla með tásurnar upp í loftið (og engir skór neineinei) og bara gera EKKI NEITT...

Kannski er það eitt markmið? Læra að slaka á.

ERS át, só át.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

iiiiúú.

svona er þetta í USA.. en ekki á öllum heimilum. Skil ekki þennan vana. Við þóttum furðuleg að fara úr skónum.

KKaren

Ester sagði...

.. og svo eru kanar alltaf með teppi á öllu, getur rétt ímyndað þér hvernig þau verða þegar allir vaða inn á skónum, ewww.

ástrós sagði...

haaaaha kannt þú ekki að gera ekki neitt? ég og þú erum meistarar í því.

oog einn fróðleiksmoli; ef þú safnar táfýlunni þinni saman og andar henni að þér í smá tíma, þá dettur þú út, af því að táfýla er gerð úr smjörsýru