miðvikudagur, 13. janúar 2010

Disappointment...

Ég hafði alltaf þann draum að einhver hönnun yrði nefnd eftir mínu nafni-NOT.

Ég hafði alltaf þann draum að sú hönnun yrði falleg-NOT.

Ég hafði alltaf þann draum að ég myndi kaupa þessa hönnun-NOT.

En nú hefur þessi „draumur“ ræst!

Mér til mikillar ánægju hefur Daniel Becker frá Þýskalandi heillast af mínu nafni og nefnt lampa sem hann hannaði Edda.

Þetta er nú ekki frásögu færandi nema vegna þess að mér finnst þessi lampi ekkert gríðarlega fallegur, svekkelsi út í eitt.

Vanalega þegar ég sé eitthvað nýtt eða heyri e-ð nýtt ákveð ég strax hvort mér líki það eður ei. Ennnn... í þessu tilfelli ákvað ég að gefa lampanum meiri séns (við erum nú samnöfnur).

„Eddu“ hefur verið gefinn séns í 2 mánuði rúma og ég verð að segja að hann venst. Ætli Megas hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði: „Það er vont en það venst“?

Svei mér þá, ef ekki.

Ég held hins vegar að ég hlífi buddunni við þessu fyrirbæri og bíð eftir að e-r annar muni hugsa fallega um mitt nafn eins og Daniel Becker, nema með fallegri hönnun í huga.

One day...

Hér kemur „Edda“ í öllu sínu veldi (ég myndi samt segja að hann komist ekki nema upp í 2.veldi).







Hann má eiga það að litirnir eru skemmtilegir og detailin. Heildarmyndinni er ég hins vegar ekki eins hrifin af.

Becker lýsti þessu sjálfur svo:

"Edda is a functional family of lights which stand out through contrasting materials. Their big, conical shades made of painted steel house most commercially available CFL bulbs invisibly. The concrete base provides stability and creates an optically and tactilely unfamiliar character in the working or living space."

Edda (Rós, en það er annað mál).

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahah snilld langamma mín ;)
hins vegar sé ég ekki myndina :( -valgerður

Ester sagði...

nei ég sé ekki myndina heldur :(