sunnudagur, 10. janúar 2010

Cold-Shoes...Kulda-Skór...Frio-Scarpe

Yndislegt vorveður í dag. Ætla ég að tala um veðrið?

Nei.

Ég ætla hins vegar að tala um klæðnað sem tengist veðri. Skó sem þú notar í kulda.


Kuldi+Skór= Kuldaskór

Þegar ég var yngri naut ég þess til hins ítrasta að vera í bomsum á veturna. Í dag nýt ég þess hins vegar ekki eins mikið. Svona er þetta bara þegar löngunin til að vera pæja í slabbi og rigningu verður sterkari. Þá eru bomsur sko ekki ofarlega á mínum lista, enda aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi UGG bomsanna. Njet.

Rak augun hins vegar í skemmtilegri kuldaskó en ég á að venjast og hér er smá brot.




Rag & Bone. Guðdómlega fallegir. Efast um að veturinn myndi þora í mig í þessum!

These I want! Mæð hæl, loðkraga, studs og öllum pakkanum. Fullmikið af því góða? Njet.

Belle by Sigerson Morrison. Klæddist Pocahontas ekki örugglega kuldaskóm?

Donna Karan. Eru hælaskór nokkuð slæmir fyrir snjóskafla og útúrrignda polla?



Nú, eða bara gömlu góðu Timberland skórnir. Og ekki er verra að hafa þá með gullkeðjureimum.

Bomsur og Múmbúts (nei, þeir heita ekki Moonboots í mínum orðaforða).

Slydda, slabb, snjór og frost.

vs.

Góðir kuldaskór.

Rúst hjá kuldaskónum!

Án efa.


Edda Rós

5 ummæli:

Svart á hvítu sagði...

ómæææææ hvað næstefstu eru geðveikir!
Ég verð að eignast þá... Er komin með visakortið í aðra og búin að slá inn modekungen.se með hinni!
Þeir eru nákvæmlega eins og skórnir sem ég hef þráð svo svo lengi.
Takk:)
-S

EddaRósSkúla sagði...

Já þeir eru æðislegir! Vona að visakortið hafi verið notað í réttum tilgangi í dag :)

Nafnlaus sagði...

nææs..mig langar í einhverja af þessum :) er ekki alveg alltaf að fíla mig í mjög svo ókvenlegu rauðu bomsunum mínum -valg

Nafnlaus sagði...

Flottir :) en kemur kannski einhvern tímann grein um inside shoes? ;-)
Momsa.

EddaRósSkúla sagði...

Jú þeir koma næst hahaha