Zaha Hadid
Fáránlega svöl 60 ára írösk kona sem er einn af mínum uppáhalds arkitektum.
Lærði í AA í London (náði sér samt í stærðfræðigráðu fyrst úr öðrum skóla, heyr heyr!). Mörg verka hennar hafa ekki verið sett í framkvæmd vegna þess hversu flókin þau eru. Hún hefur verið að kenna arkitektúr í fullt af skólum og starfar nú sem prófessor við University of Applied Arts Vienna.
Hún var fyrsta konan til að vinna Pritzker verðlaunin árið 2004 og komst á lista hjá Forbes yfir 100 valdamestu konur heims árið 2008.
Hönnun hennar er frekar futuristic og ekki fyrir alla.
Ég er hins vegar aðdáandi #1 af þessum furðuhýsum (sem þau geta oft verið).
Dæmi hver fyrir sig:
Contemporary Art Centre í Róm (mynd: Helene Binet)
Dancing Towers í Dubai
Lilium Tower í Póllandi (vinningstillaga í keppni)
Performing Arts Centre í Abu Dhabi
Eins og ég sagði, fáránlega svöl.
ERS
2 ummæli:
vóhóó.. loving it!
Lilja
töööööööööffff
SG
Skrifa ummæli