Hvað ætli þetta allt eigi sameiginlegt?
-Já, þið eruð svona klár. Lyktin er sameiginleg. Húrra!
Ég held ég gæti skrifað heila ritgerð um þetta fyrirbæri en þar sem ég veit þið eruð mjög tímabundið nútímafólk þá ætla ég að hafa þetta stutt.
Af hverju notar fólk ilmvatn? Body lotion með sérstakri lykt, sturtusápu, sjampó o.fl.? Það hafa verið gerðar rannsóknir á fólki og það spurt af hverju það notar lyktarbættar vörur. Svörin voru ýmist á þann veg að notkunin stafaði af því að:
1. Vilja laða aðra að sér
2. Yfirgnæfa líkamslykt
3. Vera meira seiðandi
4. Og einfaldlega lykta vel (who would've thought!)
En ætli lykt laði fólk að? -Persónulega verð ég að játa því. Það fer reyndar eftir því hvernig lykt við erum að tala um en ef það er e-ð á borð við:
Klikkar heldur ekki
...að þá get ég vel trúað að þetta laði að.
En það er ekki bara strákunum sem tekst að laða okkur stelpurnar að, heldur tekst okkur líka að lykta vel (dæmi hver fyrir sig).
Sjálf er ég ekki mikið fyrir ilmvötn (eða réttara sagt hausinn minn, ekkert rosalega hrifinn af þessu, nema þegar ég fer e-ð fínna þá segi ég honum að þegja í smá stund). Ég er meira í body-spreyjunum og finnst nokkuð gaman að lykta eins og ávaxtakarfa...kannski ekki öll karfan sem slík en það sem leynist í henni.
Kókoshnetulykt er mitt trademark og ég var búin að finna hina fullkomnu lykt fyrir nokkrum árum í bath and bodyworks en að sjálfsögðu hættu þeir að framleiða hana eftir e-n tíma (eins og með allt sem maður elskar, ekki satt). Ég er því enn að grúska í alls kyns coconut lyktum í leit að hinni einu réttu (nánast eins og að finna nál í heystakk, en það er annað mál).
En svo er alltaf gaman að nota mismunandi lyktir við mismunandi tækifæri, ein lykt í skólann, önnur í bíó, þriðja á djamið, fjórða út að borða, fimmta í útlöndum o.s.frv.
The one and only (og eina myndin sem ég fann af þessu). Hætt í framleiðslu en svo sé ég á síðunni þeirra að það sé komin ný creamy coconut, hefur e-r prufað?
Viktor og Rolf flowerbomb fyrir fínni tilefni...love it!
Svo elska ég góða lykt alls staðar, í kertum, húsum, bílum, á glossum og svo lengi mætti telja.
En það má alltaf taka hlutina aðeins lengra, fór í Victoria's Secret síðast þegar ég var úti og fann rosalega gott body-lotion (eða froðu reyndar) úr Beauty Rush línunni sem heitir juiced berry. Leist svona svakalega vel á þetta og þegar ég borgaði sagði afgreiðslustúlkan að nú hefði ég valið vel, body-lotionið væri nefnilega lickable!
Heppin ég, þvílíkur kaupauki!
En það var ekki nema furða að ég var svekkt þegar heim var komið, las aftan á brúsann og þar stóð:
This is not a food item
Gleðin hvarf á nóinu. En kannski má ég sleikja þetta þó ég megi ekki borða þetta?
(Ég ætti kannski að prufa og kæra svo VS fyrir að hafa leiðbeiningarnar ekki nógu skýrar, taka kanann á þetta bara: It didn't say on the label!)
Edda Rós kókoshneta sem hefði getað skrifað mikið meira um lyktir og hvernig sumar lyktir geta minnt okkur á e-ð í fortíðinni.
4 ummæli:
óóójá þetta líkar mér.. kókos, flowerbomb, YSL = eins og skrifað af mínum höndum.. Förum í mission með þessa nýju bath and body works kókos lykt, hana munum við eignast.
-Heiða
Ahhh skemmtileg færsla!
Ég eeelska kókos lyktir og ég elska líka Flower Bomb mmmmm:)
Fæ samt mjög fljótt leið á ilmvötnum og kaupi mér fljótt nýtt, Er s.s ekki enn búin að finna mína lykt sem ég ætla að nota þangað til ég verð gömul:)
Er að nota þessa stundina D&G nýju lyktina mjög góð!
-Svana
Já Svana ég hef heyrt góða hluti um þá lykt, ég ætti kannski að fara í ilmvatnsleiðangur :)
aaahhh...ég elska elska flowerbomb.. þetta er örugglega eina ylmvatnið mitt sem að ég hef keypt 3ja glasið af. Fæ einfaldlega ekki nóg af því!
Skrifa ummæli