fimmtudagur, 14. janúar 2010

Tiempo sin hablar contigo...

...porqué?

Ég er farin að sakna spænskunnar, ítölskunnar og frönskunnar (sem ég lærði reyndar aldrei en ef hitt tvennt er komið, þá ætti franskan að smjúga inn í heilann á no time... realmente)

En hvernig ætla ég að halda spænskunni og ítölskunni við, þessum fallegu suðrænu tungumálum?

  • Ég gæti svo sem hringt í vini mína sem búa þar úti (vantar reyndar tengilið á Spáni en það gæti gerst innan 2ja ára).
  • Ég gæti farið í skiptinám.
  • Ég gæti hlustað á spænskt/ítalskt útvarp.
  • Ég gæti lesið spænsku/ítölsku.
  • Ég gæti líka bara reddað mér pennavin. HAH! Muniði eftir svoleiðis?

Ég átti nokkra pennavini í gamla daga. Í 7.bekk í enskutíma áttum við svo að eignast pennavin, kana sem bjó uppá velli (Ásbrú eins og þetta heitir víst í dag). Völlurinn var alltaf frekar spennandi því hann var e-ð svo forbidden, háar girðingar út um allt, karnival 2svar á ári, draugahúsið, Big Red og Kool-aid. Those were the days. En pennavinkona mín hét (og heitir vonandi ennþá) Shakia og var (er?) svertingi. Við urðum góðar vinkonur og hún bauð mér og stelpunum í kveðjupartý til hennar upp á völl þar sem pabbi hennar var að flytjast e-ð annað. Við vorum ekki lengi að segja já og fyrr en varir vorum við komnar inn um háu girðinguna, löggan búin að tala við okkur, fá leyfi hjá foreldrum báðum megin girðingarinnar og öll skjöl reddí. Þá var það bara... full force kanapartý. Booty dansar, strákar með afró, ein fitubolla og svartar píur sem voru ekki alveg að höndla íslenskar, hvítar stelpur á þeirra heimavelli, hell noh you didn't!! Við hristum rassana samt einstaklega vel (it's all about blending into the environment) og attitúdið var ekki lengi að lærast. Lingóið var meira að segja komið í lok kvölds...

Vá hvað ég get misst mig í gamlar minningar, loksins þegar mér tekst að muna þær.

Ef ég myndi hins vegar velja þann kost að hringja, þá væri gaman að gera það úr einum af þessum símum:


Mickey Mouse Phone


ScandiPhone
Sundayland

Golden Eagle
Paramount Par-Alexis



Kósý


Engin spurning að ég muni næla mér í einn þeirra one day.

Hasta luego eða a presto eins og pizzu/pasta liðið segir þetta. Hvað segja frakkar?

Edda Rós


10 ummæli:

Ester sagði...

Au revoir .. eða eitthvað haha. Mikki Mús er alveg að gera sig. Annars er ég svo mikið nörd, mig langar alltaf í svona hamborgarasíma.

Hey, ég sá svona nude- beis leggings hjá Andreu... very nice. En eins og þú segir þá þarf maður að vera í 45 kílóunum til að púlla það..

Fríða Dís sagði...

Var á ebay um daginn að leita mér að gamaldags síma og rakst á þennan!

Watshát hehe..

http://www.techcult.com/wp-content/uploads/2008/12/shoe-phone.jpg

Nafnlaus sagði...

HAHA ég átti einu sinni pennavin eða vinkonu...henni langaði að verða bifvélavirki, þannig ég hætti að senda henni tilbaka því mér fannst það svo asnalegt hahaha steik :)
-Ellen Agata

EddaRósSkúla sagði...

Já Ester ég sá líka frönskusíma um daginn hahaha

Fríða: Dio mio, hann er svakalegur þessi!

Ellen: Bwahaha þetta er svo ekta þú, ég er viss um að ég myndi hins vegar gera það sama, sjalló píur maður shjitt

Unknown sagði...

Mahah ó guð það var bara BEST að fá að fara í alvöru kanapartý :)
oh bara ef við myndum muna í hvaða blokk það var!

vaaaá gooood times!!!

EddaRósSkúla sagði...

Já ég er með hálf óljósa mynd af því hvar hún var.

En já einmitt, góðir tímar:)

Nafnlaus sagði...

VALGERÐUR SAID: (get aldrei skrifað nafnið mitt í kommentum! arrg)

hahaha ein fitubolla! ég man eftir honum..geggjað gaman að hitta þau svo þegar við fórum að keppa, vorum mega töff.

en úff ég leita mér af og til af svona símum í fríðu frænku og góða hirðinum.. en þessi svarti langi er kreeeisí!

Nafnlaus sagði...

vá falleg skópörin hér fyrir neðan...

sérstaklega loðkragaskórnir + þessir brúnu frá Rage eða hvað það var.

Mig laaaangar svo í skó með loðkraga efst... but I can't find them.

KLT

Nafnlaus sagði...

hahah ég man þegar þið fóruð í þetta partý.. Valgerður var víst ekki lengi að læra dansinn þeirra:) En ávallt gaman að skoða Edda mín! Ég gleymi alltaf að koma inná í svoldinn tíma og á þá alltaf fullt inni þegar ég kem:)
Kv. Lilja

Glys&Glamúr sagði...

Ohh mér finnst SkandiPhone æðislegir!!