fimmtudagur, 23. desember 2010

Jólakærleikur eða kaos?

Vonandi eruð þið öll komin í jólaskap, búin að versla jólagjafir og búin að taka út nett spennufall. Það er víst betra að taka það út í kvöld en á morgun. Á aðfangadag eiga nefnilega allir að vera komnir í rétta gírinn, eins afslappaðir og hægt er að vera. Það finnst mér allavega...

...og að því sögðu ætla ég ekki að hafa þetta lengra.




Gleðileg jól elsku vinir og aðrir, hafið það nú gott um hátíðarnar og étið á ykkur gat (jafnvel fleiri en eitt). Verið spikfeit svo líkamsræktarstöðvarnar græði nú eitthvað á ykkur í janúar.

World peace, endalaus gleði og hamingja.


Edda Rós

laugardagur, 11. desember 2010

Það er mjótt á munum en Ísland tekur fram úr...

Netverslun er eitthvað sem ég get haft mikla unun af, sérstaklega þegar kemur að fötum og eiga kost á því að eiga ekki sömu flíkina og 5. hver pía á svipuðum aldri.

Ég tók netverslunargamanið mitt upp á næsta level fyrir um mánuði síðan. Keypti mér bók (mjög óvenjulegt fyrir mig að kaupa mér bók, það gerist örsjaldan get ég sagt ykkur)!

Þetta er sem sagt bók framleidd af daab hönnunarútgáfunni og heitir Airport Design (eða Hönnun Flugvalla fyrir ykkur sem sváfuð í gegnum enskutímana í menntaskóla).

Þannig er mál með vexti að mig hefur langa í hana í ca 2 ár en aldrei hefur hún verið til á eyjunni okkar yndislegu og daredevil-inn ég var ekki komin svo langt að panta bækur á netinu (again). En þar sem bókin er nú hætt í framleiðslu voru góð ráð dýr-ég ætlaði mér að eignast þessa bók og fann hana þá til sölu á netinu og gat fengið hana senda frá Króatíu á spottprís að mér fannst.

Ég beið og ég beið og ég beið í 3 vikur þegar ég loksins fékk bréf frá tollinum hvort þeir mættu ekki opna reikninginn til að meta hversu mikinn toll ég þyrfti að borga (ég hata þessi tollabréf, opniði bara fjandans pakkann, hvað ef ég gæfi ekki leyfi?)

Jújú bókin komst til mín alla leið og ég var ótrúlega ánægð með hana þar til viku seinna þegar mér var sagt að þessi sama bók væri til í Eymundsson 2000 krónum ódýrari-FML!

Hvernig í ósköpunum getur munað 2000 krónum á einni bók og að hún sé ÓDÝRARI á Íslandinu okkar, þar sem verð sprengir alla skala og coka cola er orðin munaðarvara, ég meina'ða.

En sem sagt elsku vinir og aðrir lesendur, 

kannið málin áður en þið leggið í svona fjárfestingar (ætli þetta séu bara bækur?), 
2000 krónurnar hefðu getað farið í aðra hluti en að borga tolla og sendingarkostnað þegar ég hefði bara þurft að gera mér stutta ferð í borgina.



Bókin er samt næstum því alveg jafn skemmtileg fyrir vikið. 

Just sayin', 

Edda Rós sem er komin aftur úr smá bloggpásu vegna prófatíðar.

föstudagur, 26. nóvember 2010

Hingað og þangað-Upp og ofan


26. nóvember. Það fer að líða að lokum þessarar skólaannar (aðeins 2 eftir!) Í lok hverrar annar eru nemendur látnir ganga í gegnum þann óleik að þreyta próf. Nokkuð kósý tími ef þið spurjið mig. Þurfa ekki að mæta í skólann og geta verið heima/á bókasafninu/annars staðar að kafa ofan í efni annarinnar sem var að líða. Þá er jafnframt fátt skemmtilegra en að:


  • Þykjast hafa gríðarlegan áhuga á próflestri og ætla taka ÞESSA önn með trompi. Ég meina, hinar voru bara upphitun!
  • Lesa um eitthvað sem þér finnst áhugaverðara en þýska bíómyndin á RÚV frá '85.
  • Fá allt í einu brjálæðislegan áhuga á tiltekt og þrifnaði, einungis til að komast hjá því að lesa meira um þetta áhugaverða efni.
  • Klæðast kósýgalla allan daginn með te (eitthvað heitt), vatnsglas (eitthvað kalt) og eins og 6 stk gulrætur.
  • Líta í spegilinn hvern einasta dag sem prófin standa yfir og hugsa: Shit hvað ég hlakka til að vera búin með þetta og líta betur út (raunin er að þú munt ekki líta betur út eftir próftímann-staðreynd!).
  • Fá þá flugu í hausinn að nú gæti verið góður tími til að taka til í ipodinum þínum og itunes, flokka allt niður í frumeindir og losa þig við tónlist sem kemur þér í vont skap við hverja spilun.
  • Taka fataskápinn í gegn. Ég meina Rauði Krossinn þarf alltaf á gömlum flíkum að halda, tala nú ekki um rétt fyrir jólin. Mikið góðverk sem þú gerir þar og gefur þér meira en að sitja við skrifborðið og þylja upp hinar ýmsu gerðir pólitískra hagkerfa.
  • Kynna sér þessa rúmlega 500 frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Þarna gætirðu sameinað allar lestrarpásurnar þínar í eina og tekið heilan dag í að lesa um hvern einasta frambjóðanda. Nú eða bara kjósa þá eftir flottasta númerinu!
  • Plana ferð erlendis. Bara eitthvert. Bara einhvern tímann. Bara eitthvað lengi. Bara PLANA.
  • Hlusta á X-ið og bíða eftir að þeir spili Kings of Leon, hringja inn og vonast til að vera númer 10 í röðinni. Komast í pott og verða dregin/-nn. Fara á tónleika eftir prófin. (Punkturinn á undan farinn til fjandans...)
  • Loka facebookinu sínu. Er þetta í alvöru orðið fíkn? Ef þú lokar facebookinu þínu, finnurðu þér ekki bara eitthvað annað til að drepa tímann með? Nei, bara spyr.









Tilbúin í þetta?

so
am
I

Edda Rós

miðvikudagur, 24. nóvember 2010

Þegar hugmyndir verða að veruleika...


Hverjum hefði dottið í hug að fjöldinn allur af plaströrum gæti orðið að hljóðfæri?

Greinilega þessum dreng, sem ég kýs að kalla Snillingur.

Kannski maður vakni einn daginn og lími saman járnrör og glerplatta til að búa til eitt stk hljóðfæri?

Mannkynið hefur nú gert verri hluti.

Þetta er í einu orði sagt snilld!




Allir að fara smíða og verða frægir á youtube!

Edda Rós

sunnudagur, 21. nóvember 2010

Þegar blóm verða að bulli...

„Gefðu sjálfri/sjálfum þér blóm!“


Hversu oft ætli ég hafi rekist á grein í tímariti/blaði sem hefur þessa fyrirsögn? Ég þarf allavega að telja skiptin á fingrum beggja handa, svo mikið er víst!

Rökin sem færð eru fyrir því að þú eigir að gefa sjálfri/sjálfum þér blóm eru oftast á þá leið að þér muni líðar betur, ljóma af fegurð, lykta betur og ég veit ekki hvað og hvað.

En ef þú hugsar aðeins út í þetta. Hefur þú gefið sjálfri/sjálfum þér blóm? EVER? Hugsaðirðu bara einn föstudaginn: „Æ mér líður ekkert mjög vel, best að kaupa rósabúnt til að skella í vasa og horfa á næstu klukkutíma svo mér líði betur-hendi svo blómunum á morgun þar sem líftími þeirra er styttri en líftími maura!“

Persónulega hef ég ekki dottið í þennan gír að fara spandera peningunum mínum í hlut sem lifir í 1-5 daga, þá kaupi ég mér nú frekar yndisfagra skó sem gætu enst næstu árin. Aaaðeins að nota skynsemina folks!

Af hverju ættu blóm svosem að láta þér líða betur ef þau koma frá sjálfri/sjálfum þér? Mér finnst það hálf sorglegt að þurfa kaupa blóm fyrir sjálfan mig en eins sorglegt og það er, þá er það jafn skemmtilegt og ef ég fæ blóm frá öðrum. 

Ég meina, þú getur ekkert gert við blóm annað en að vökva þau og horfa á þau. Nei, þetta er ekki eins og þú myndir kaupa þér listaverk sem er jú ekkert annað en prýði fyrir augun vegna þess að listaverkið lifir eins lengi og ÞÚ vilt að það lifi...svo tekur háaloftið við þegar þú ert komin/-nn með leið á því.

Blóm, blóm, blóm. Það er ákveðinn sjarmi yfir því að fá blóm (frá öðrum NOTA BENE, ekki blóm til þín frá þér!) Einu sinni fékk ég rauðan rósavönd í vinnuna. Í fyrstu roðnaði ég niður í tær og ætlaði að þykjast ekki heita Edda Rós og að þetta hlytu að vera mistök, þetta átti örugglega að fara til annarrar Eddu Rósar... En eftir vatnsgusu í andlitið og smá reality-check ákvað ég að taka við blómunum og vera sammála öllum um hversu sætt þetta væri nú.

En er það að kaupa sjálfri/sjálfum sér blóm jafn sorglegt og að fara einn í bíó eða einn út að borða?

Nei, það finnst mér allavega ekki. Á samt enn eftir að prufa...speeeennandi!


Til: Mín
Frá: Mér
Svo mér líði betur í dag. Takk ég!
(oh boy)
Edda Rós blóma-fanatic

mánudagur, 15. nóvember 2010

Kuldi og vetur konungur

Þar sem yndislegi Nóvember er genginn í garð fer að kólna mjög hratt. Fyrr en varir stendurðu úti á flip flops, stuttermabol og með sólgleraugu í -7°C og áttar þig á því að þú ert kannski ekki alveg rétt klædd/-ur eftir veðri. Bömmer.

En þá er ég einmitt með góða lausn- FARÐU INN!

Og endilega sjáðu til þess að kveikt sé á ofnum. Ofnar eru eitt það ófegursta (ljótasta er aðeins of djúpt í árina tekið) í íbúðarhúsum að mínu mati. Þeir eru eitthvað svo...klunnalegir. En mikilvægu hlutverki gegna þeir, megum ekki gleyma því!

Andrea Ramponi og Karim Rashid hafa greinilega verið nokkuð sammála mér og ákváðu að taka þessi klunnalegu fyrirbæri og poppa ofnana aðeins upp...vægast sagt.

Þetta er útkoman:





Upp-poppunin hefur svo sannarlega tekist en ég veit ekki alveg hvort þeir gætu selt mér eitt stykki...kannski í eitt ár en svo fengi ég örugglega leið.

Skemmtileg hugmynd samt sem áður, enda kann herra Rashid og bróðir hans (arkitekt) sitt fag, án efa.

Allir að pæla í ofnum næstu 2 dagana,

góða skemmtun!

Edda Rós

laugardagur, 13. nóvember 2010

Góð bók gulli betri...

Það var föstudagurinn 12. nóvember (því miður ekki 13.). Ég kom heim úr borginni örmagna af þreytu eftir 12 tíma skóladag og 2ja tíma spjall við mínar uppáhalds (mínus ein sem er staðsett í hinni fallegu Vínarborg) vinkonur.

Á sömu stundu og ég ætlaði að hoppa undir sæng og heimsækja draumaheim var mér litið á eldhúsborðið. Þar lá þetta uppljómaða rit...

...Bókatíðindi voru komin í hús!

Það gleður mig alltaf einstaklega mikið þegar Bókatíðindi detta inn um lúguna. Ekki samt vegna þess hversu mikill lestrarhestur ég er. Ég les ekki íslenskar skáldsögur, les ekki þýddar skáldsögur, ekki ljóðabækur né fleira uppbyggilegt. En til hvers í fjandanum færist alltaf á mig bros við þetta litla, sæta, uppljómaða rit?

Jú, einfaldlega vegna þess að í fyrsta lagi þá veit ég að það styttist í jólin. Sem er nú mikið gleðiefni út af fyrir sig. Í öðru lagi má finna aftast í Bókatíðindum flokk sem inniheldur fræðirit og handbækur. That's where I come in!

Draumráðningabækur, stjörnumerkjabækur og fleiri tilgangslaus rit veita mér mikla hamingju. Hvernig væri lífið ef við slepptum því að lesa það sem er tilgangslaust? Þið getið rétt ímyndað ykkur...

Það var ein bók í ár sem vakti áhuga minn og kom mér mjög á óvart. Farin að halda að áhugasvið okkar mannfólksins geti breyst hraðar en gengi krónunnar. En sem sagt, þessi bók heitir Eitt Þúsund Tungumál. Hún „segir frá lifandi menningarsögu þar sem lesandinn kynnist eitt þúsund tungumálum sem töluð eru víðs vegar um heiminn, kannar bakgrunn þeirra, sögu, tengsl og sérkenni.“ Svo eru að sjálfsögðu myndir (mér er meinilla við skáldsögur vegna skorts á myndum) og landakort sem sýna hvar viðkomandi tungumál er/hefur verið talað.




Ég lýg því ekki að innst inni geymi ég ákveðið lúðagen og hér kemur það mjög skýrt fram. Áhugi á tungumálum! E-ð sem ég get ekki útskýrt þó líf mitt væri í húfi...

Sem sagt,

Bókatíðindi eru komin í hús og jólin á næsta leyti!


Edda Rós

miðvikudagur, 10. nóvember 2010

Kertaljós og klæðin rauð...

Eins mikið og mér þykir vænt um bjartar sumarnætur þá heillar myrkrið sem skellur á í lok október mig líka mikið. Það skapast viss stemning yfir því að vera komin úr skólanum klukkan 17:00 og fara út að hlaupa í kolniðamyrkri. Hendast svo í heita sturtu og kveikja á kertum yfir góðri tónlist og lærdóm. Ahh...

Ég er mikill aðdáandi kertaljósa og hef verið síðan ég ákvað að breyta herberginu mínu í fyrsta skipti upp á eigin spýtur (ca 12 ára). Þá var hurðinni læst, rúmið og hillurnar dregnar til og því komið á glænýjan stað í herberginu. Herbergið varð eins og nýtt og auðvitað fannst mér ég þurfa að fullkomna þetta afrek með því að kveikja á kertum, það var toppurinn.

Kerti gefa frá sér þessi "ekta" kósýheit og þægilega birtu líka. Fólkið í gamla daga hefur þá alltaf verið með kósýkvöld, því þau notuðust jú einungis við kerti, luktir og lýsislampa, huggulegt en geri ráð fyrir að það hafi verið pirrandi til lengdar. Vesen að þurfa að kveikja í hárinu af og til og svona, gleyma að slökkva á kertunum og fleiri vandræði.

Einmitt það sem ég vildi koma að næst-ef þið ákveðið að dekra þvílíkt við ykkur í vetur og kveikja á kertum, munið að slökkva á þeim. Slökkviliðið nennir ekki svo vandræðalegum útköllum. Þið eigið að vita þetta!

Fyrir utan hversu hugguleg kerti geta verið, þá er aragrúi þeirra framleidd í dag með góðri lykt (alltof mörg samt með vondri-hver kaupir kerti með bómullarlykt?!)

Yankee Candles eru sérfræðingar í góðum kertum:



Black Cherry



Coconut Bay-fyrir kókoshnetulyktarfíkilinn mig



French Vanilla-Sit og horfi á eitt svona brenna



Gingerbread-Kíkti í IKEA um daginn og við innganginn fann ég þessi girnilegu piparkökukerti. Sniffaði af þeim í gegnum alla búðina og þurfti að skila þeim þegar á kassann var komið. Piparkökuhausverkur...langar í þau aftur.




Mango Peach Salsa-fersk!




North Pole-einfaldlega út af nafninu!

Kósýstemning out.

Edda Rós

sunnudagur, 7. nóvember 2010

...and I'm back in the game!

Sælt veri fólkið, Edda Rós sem talar og ætlaði að vera fjarverandi í mánuð. Sú ákvörðun var tekin 24. júní 2010 og ég geri ráð fyrir að þið ykkar sem kíkið hingað í heimsókn af og til vitið það jafn vel og ég að 24. júní - 7. nóvember er örlítið meira en eitt stk mánuður. Jafnvel meira en 2...

En eins og sönnum bloggara sæmir (og það er by the way ennþá í tísku að blogga, ef ykkur vantaði update) þá kem ég alltaf aftur og fílefldari en nokkru sinni. Það hafa jafnvel bæst nokkur orð í orðaforðann minn, bæði gömul og ný, búin til af mér. Vona að þið takið því með bros á vör.

Ég hef oft ætlað að byrja á þessari vitleysu aftur en alltaf vantað innblástur...nenni ekki tískubloggi, hönnunarbloggi eða fylgja einhverri einni áherslu út í gegn. Þess vegna hef ég ákveðið að mixa þetta aðeins upp. „Einnar-áherslu-blogg“ ná líka sjaldnast fótfestu og það sáum við best á öllum íslensku tískubloggunum sem poppuðu upp eins og gorkúlur á blogspot en eru horfin í dag (því ver og miður með sum).

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég mæti brjálaðri samkeppni á netinu frá öðrum „pennum“ þannig ég mun gera mitt allra besta í að skrifa um hluti sem aðrir gera ekki. I smell a challenge...

Þess vegna hef ég ákveðið að láta hanna fyrir mig eins konar impersination-scarf svo ég geti sett mig í minn eigin hugarheim og tekið áskoruninni.

Ef þið sjáið mig í þessum útbúnaði á víðavangi, ímyndið ykkur þá að það hangi skilti utan á mér sem á stendur: Do not disturb (eins og á hótelunum þið vitið). Skiljið einflaldlega eftir skrifuð skilaboð.

Takk í bili,

Edda Rós og trefillinn



fimmtudagur, 24. júní 2010

Can I have your attention please...

Ég er komin með smá bloggleiða elsku vinir og ætla því að taka mér pásu í sumar.

Allavega í svona mánuð.

Ekki vera leið - komiði bara í Hallgeirsey og hafið gaman!


Edda Rós sem verður fjarverandi í mánuð.

föstudagur, 18. júní 2010

And he strikes again...


Já, uppáhald Gehry kemur sífellt skemmtilega á óvart!

Núna síðast var hann að skila frá sér Rannsóknarhúsnæði á heilasjúkdómum sem eru tengdir minni. Byggingin er staðsett í Las Vegas.

Hann er áfram með sitt touch á hönnun húsnæðisins og gerir þetta einstaklega vel.

Falleg bygging sem mig langar að sjá með berum augum! Væri ekki svo vitlaust að láta rannsaka minnið í mér í leiðinni (ekki veitir af).







Lou Ruvo Center for Brain Health

Myndirnar voru teknar af Matthew Carbone og ég vona að ég megi nota þær hérna til að sýna ykkur. Ef ekki, þá bið ég manninn afsökunar.

Góða helgi þið öll!

ERS

þriðjudagur, 15. júní 2010

Auglýsingar sem áhrifavaldar...

Mér finnst ótrúlega gaman að spá í auglýsingum. Af hverju eru hlutir auglýstir á ákveðinn hátt? Hvað er það sem nær til áhorfenda?

Þú getur verið með auglýsingu sem vekur engan áhuga en um leið og þú bætir inn litlu smáatriði, þá breytist allt. Fólk í auglýsingabransanum reynir oft að dansa þarna á línunni og þarf að huga að svo ótrúlega mörgu þegar kemur að auglýsingagerð.

Best er að auglýsingin sé skapandi. Það er samt ekki nóg, heldur þarf hún að selja líka.

Hér koma 2 sem eru að mínu mati skapandi og óvenjulegar.



Hahaha. Þessi ætti að sitja eftir í einhverjum. En hún var bönnuð í sjónvarpi. Vesen.




Svo finnst mér þessi áhugaverð. Í markaðsfræði er þetta samt ákveðin tegund auglýsinga, þar sem þú vekur athygli á samkeppnisaðilanum. Það á að gera þinni vöru gott en það markmið næst ekki alltaf.


Edda Rós Auglýsing Út

miðvikudagur, 9. júní 2010

Á leið til ÚT-landa?

Ég er ein þeirra mörgu Suðurnesjabúa sem vinna í flugstöðinni. Við erum hálfpartinn eins og lítil fjölskylda sem talar sama tungumálið. Allir í stöðinni vita hvernig systemið virkar og meira að segja skúringakonurnar geta svarað farþegum spurningum eins og: Where is the tax refund? (sem er ein sú vinsælasta í bransanum).

Það eru samt svo ótrúlega margir aðilar sem koma að því að gera flugvallarupplifun þína að ævintýri; Fólkið sem innritar þig í flugið, öðlingarnir í security-checkinu sem strípa þig (hér dugar ekkert að setja upp hvolpaaugun svo þú getir sleppt því að taka að þér beltið sem tekur btw 10 mín). Það er bara: úr öllu! Það eru samt allir jafn kjánalegir og því engin leið að halda kúlinu. Svo erum við með fríhafnarfólkið sem selur þér rétta ilminn í utanlandsferðina, réttu vodkaflöskuna og tannkremið sem þú gleymdir að pakka. Við gerum ráð fyrir að þú viljir fá þér e-ð í svanginn og jújú, þær eru til taks dömurnar sem afgreiða matinn ofan í þig. Þá liggur leið þín í 66°N í íslensku deildina til að færa ættingjum erlendis e-ð íslenskt til að hengja upp á vegg. Ekki má svo gleyma blaðabúðinni sem er algjör bjargvættur-ég fer allavega ekki til útlanda án þess að splæsa í rándýrt magazine, hvað með þig?

Á leiðinni út á hlið mætirðu svo nokkrum öryggisvörðum sem sjá til þess að beltið sem þú klæddir af þér áðan sé komið á sinn stað. Á þessari leið ertu að sjálfsögðu sötrandi ískaffi frá Kaffitár og dáist að fallega hringnum sem þú keyptir í Leonard.

Ég varð aðeins of carried-away í þessu ævintýri gegnum flugstöðina að ég gleymi að segja ykkur ákjósanlega hegðun í innritun. Þar vinn ég ásamt mínum bestu vinkonum og við höfum allar tekið eftir því að það má margt betur fara. Þar komið þið inn í elsku fólk.

En hvernig hegðar maður sér í innritun á flugvöllum?

  • Mættu.
  • Farðu eins og hinn siðprúðasti Íslendingur í röð (reynum að sýna útlendingunum að við kunnum að fara í fallegar raðir eins og þeir).
  • Ekki vera með dólgslæti í röðinni og pota í aðra farþega. Það getur verið pirrandi.
  • Fylgstu með þegar röðin kemur að þér. Þú ert nú búin/-nn að bíða það lengi, er ekki málið að drífa þetta bara af?
  • Bjóddu góðan dag.
  • Þegar þú ert spurð/-ur hvert þú ert að fara, þá er vel þegið að fá bara einfalt svar. Dæmi: Kaupmannahafnar. Þú þarft ekkert að segja: Til Kóngsins Köben maður, þar sem hlutirnir gerast. Í seinna tilfellinu fer sú sem innritar þig mjög líklega að hlæja og þjáist af kjánahrolli. Þetta veldur mikilli seinkunn.
  • Ef þú ætlar að tékka inn tösku, þá er best að setja hana bara strax á hliðina á farangursbandið og láta handfangið vísa upp svo hægt sé að líma þar á töskumiða.
  • Vertu búin/-nn að taka af alla gamla töskumiða og ástarbréf sem hanga utan á töskunni. Þau tryggja ekki að farangurinn komist alla leið (eins og þú sjálf/-ur eftir ástarbréfið).
  • Réttu fram vegabréfið en ekki útprentaða bókun nema þú sért sérstaklega beðin/-nn um það.
  • Reyndu að forðast að heita fyndnum og öfugsnúnum nöfnum. Dæmi: Harry Potter, Drengur (hvert ert þú að fara í dag Drengur?), Ding Dong eða Willipoff. Þetta skapar mikinn hlátur, vandræðalegheit og miklar tafir í innritun. Það gæti farið svo að taskan þín endi ekki á réttum stað...jafnvel.
  • Þegar þú réttir fram vegabréfið, forðastu að skjóta fram kommentum eins og: Þetta er kjééélllinn. Eða: ég var ógissslega ljót þegar myndin var tekin sko. Eða: shjitt hvað ég var fullur á myndinni. Ekki töff.
  • Vertu kurteis. Skjóttu jafnvel fram eins og 1 brandara. Þá færðu bókað betra sæti.
  • Ertu með yfirvigt? Toooo bad. Pakkaðu létt, það gerir öllum auðveldara fyrir. Nema þú ert að flytja að sjálfsögðu, þá er voða vinsælt að vera með 3 töskur troðfullar af bókum um grísku Guðina.
  • Ekki reyna að nýta þér að þú sért fræg/-ur. Hér eru allir jafnir..Eeehhee
  • Reyndu að forðast að tala í símann meðan þú ert innrituð/-aður. Það kemur í veg fyrir rugling.
  • Eftir innritun er skynsamlegt að fylgjast með skjáunum í brottfararsal til að vita hvenær þú átt að vera mætt/-ur upp á hlið og á hvaða hlið.
  • Ef vélin þín á að fara í loftið klukkan 07:00, þá þýðir lítið að mæta að hliði klukkan 06:59 og segja: En vélin fer ekki fyrr en 07:00!!! Þú ert ekki sá eina/eini sem heimurinn snýst um. Hvað þá ein flugvél.
  • Vinkaðu flugstöðinni bless um leið og þú ferð í loftið og þakkaðu fyrir góða þjónustu. Þú hefðir ekki komist til útlanda án hennar.

Eruð þið með þetta á hreinu núna?


Þessi er greinilega búinn að lesa bloggið og orðinn PRO.



Hlakka til að sjá ykkur sem innritunar-qualified-farþega.

Bon Voyage!

ERS

miðvikudagur, 26. maí 2010

Hugmyndir-ndir-dir-ir-

Komin heim úr yndislega vel heppnaðri ferð til Mílanó, Ítalíu.

Á boðstólnum er engin ferðasaga, en facebook mun hafa að geyma fallegar minningar í myndum innan örfárra daga.

Undanfarið hef ég verið í smá pælingum sem henni Karen tókst að setja vel á bloggfærslucode um daginn. Færslan er hér.

Ég er reyndar búin að vera hugsa mikið um bloggsíður undanfarna daga. Þær eru eins misjafnar og þær eru margar, en fjandinn hafi það-margar eru líka eins.

Sumar bloggsíður fjalla um daginn og veginn, aðrar um tísku, enn aðrar um hönnun, sumar eru einungis notaðar í tilgangi markaðssetningar og ég gæti haldið endalaust áfram.

Ég hef einmitt þróast úr þessu "um daginn og veginn" yfir í þennan týpíska íslenska tískubloggara. Hvað er flott í dag, hvað er flott á morgun, hvað fæst hvar og jaríjar.

En eins og gefur að skilja, nenni ég því ekki lengur. Metnaðurinn minn fyrir að vera leita af því sama og flestir er af skornum skammti.

Um daginn poppaði upp áhugaverð hugmynd í hausinn á mér. Eða ég veit ekki með ykkur en þar sem ég er mjög áhugasöm um fólk yfirhöfuð þá gæti þetta verið skemmtilegt.

Þarf að útfæra hugmyndina betur enn ég reyni að vera ekki og lengi á útfærslu-phase-inu.

Gaman líka að segja frá því að ég hef bloggað meira og minna í þó nokkur ár núna, reyndar aldrei verið bloggarinn sem byrjar allar færslur á: Í dag fór ég út í búð og keypti brauð á 20 kr.
Eða endar færslurnar á: Og svo fór ég að sofa, góða nótt lesendur góðir :* :D :)))

Ég var meira í pælingabloggum sem ég á enn þann dag í dag og finnst gaman að lesa.
Aldrei að vita hvað mér dettur í hug einn góðan veðurdag (eða slæman, gleymum nú ekki að við búum á Íslandi).




Í Mílanó var ég meðal annars kynnt fyrir þessum snillingum. Já, snillingar er rétta orðið. Youtube-ið þau bara - Die Antwoord -

Gleðigjafar í sumar. Fínar steikur á grillið.

Friður og ró í berjamó

Edda Rós

miðvikudagur, 19. maí 2010

Arrivo!



Ef þetta yndi verður stillt á morgun:


Þá mun ég eyða næstu dögum hérna:

Window-shoppa hérna:

Fara í dagsferð hingað:

Og njóta lífsins 110% næstu 6 dagana.

Ég kem fílefld til baka (vonandi).

Arrivaderci!

A Presto!

Edda Rós semkrossarfingurumaðkomasttilMílanóámorgun.

sunnudagur, 16. maí 2010

A - ESS - O - ESS

ASOS vildi heilsa upp á ykkur á þessum fallega sunnudegi.

Tvennt samt:

1) Ekki vissi ég að Kron by Kron Kron væru seldir á ASOS

2) Vá hvað mér finnast Skechers skór ljótir. Afsakið þið sem eigið Skechers (hef átt 1 par hér í den) en það er ekki eitt einasta skópar sem mér finnst flott að e-u leyti.

Fallegur rauður litur...svona appelsínueldgulrauður (nýtt orð)
Þessir skór eru að tröllríða öllum tískubloggum og -pöllum. Persónulega ekki minn tebolli en hey, whatever floats your boat!
Love me some boots. Sé fyrir mér alpahúfu eða regnhlíf.
Ánægð með detailin efst uppi og botninn. Áferðin er líka very næs. Hitt? Not so much!
Fallegir.

Flottir á mynd. Ekki á fæti (miðað við myndir).

ERS

föstudagur, 14. maí 2010

Frosin vampýrutönn í sólarkrukku

Urban Outfitters veldur mér ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn.

Ég elska hvað er til þarna og hefði ekkert á móti því að eignast þetta:
Vampýrutennuklakar




Hvern hefur ekki langað að bragða á fölskum tönnum? Nú geturðu það og þær bráðna í munninum!




Sól í krukku. Ekki veitir af miðað við hvernig veðrið ætlar að haga sér!



Smá sætur.




-Glens og grín í tilefni föstudags-

Edda Rós

sunnudagur, 9. maí 2010

Tables that grunt like pigs

Stofnað af Marcel Wanders og Casper Vissers árið 2001. Mooi þýðir fallegt á hollensku (þeirra móðurmál) en þeir bættu við einu O-i því hönnun þeirra er jú extra falleg. Ég er allavega mjög hrifin af þeim félögum.

Ásamt herra Wanders, fá þeir hönnuði hvaðanæva til að hanna fyrir Moooi.



Smoke Dining Chair



Parent Chair




Big Bold kertastjaki



Pig Table



Crochet Table



Horse Lamp



Dandelion Floor Lamp



Kaipo


Ég er mjög hrifin af þeirra hönnun og elska húmorinn sem þeir nota í hana ásamt fagurfræðilegu sjónarmiði.

En hvort ég splæsi milljón kalli í Hestalampa...

er ekki ákveðið.

Edda Rós